Um námskeiðið


The English course is now open for registration.



Vinnuvélaskólinn

Vinnuvélaskólinn er fjarnámsskóli sem býður upp á bóklegt námskeið, Grunnnámskeið, sem gefur rétt til  æfinga og próftöku á allar vinnuvélar sem krafist er réttinda á.
 
Til að fá inngöngu á námskeiðið þarf viðkomandi  að vera orðinn 16 ára.  Til þess að fá réttindi til þess að mega stjórna vinnuvél þarf viðkomandi hins vegar að vera orðinn 17 ára. Einnig þarf B-réttindi (almenn ökuréttindi) til að mega stjórna vinnuvél utan lokaðra vinnusvæða.
 
Námið samsvarar 80 kennslustundum. Þar sem um sjálfsnám er að ræða krefst fyrirkomulagið aga og nemendur þurfa að gera sér grein fyrir að þetta er stórt og tímafrekt námskeið. Námskeiðið kostar 70.000 og greitt er í upphafi náms. Samkvæmt reglum Vinnueftirlitsins hefur nemandi 60 daga til að ljúka námskeiðinu. Samkvæmt nýjum reglum Vinnueftirlitsins er ekki lengur lágmarkstími sem þarf að líða milli lota.
 
Námið er fyrst og fremst fræðsla og kynning fyrir verðandi vinnuvélstjóra, m.a. um réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsmanna, öryggisreglur og öryggisbúnað, notkun helstu vinnuvéla, vélfræði, vökvafræði o.fl. atriði sem snúa að vinnuumhverfi vinnuvélstjóra.

 

Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi (krossaprófi) hjá Vinnuvélaskólanum. Til að óska eftir próftíma sendir þú tölvupóst á netfangið vinnuvelaskolinn@vinnuvelaskolinn.is með kennitölu, nafni og síma og við munum hafa samband. Skrifleg próf eru haldin í Reykjavík og á Selfossi. Einnig er hægt að taka próf á símenntunarstöðvum víða um land.


Prófið veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara. Að lokinni verklegri þjálfun fer síðan fram verklegt próf á vinnustaðnum. Rétturinn til að taka verklegt próf fyrnist ekki. Panta þarf verklegt próf hjá Vinnueftirlitinu. Hér getur þú sótt rafrænt um verklegt próf.


Hér má sjá skjal um réttindaflokka og aðrar gagnlegar upplýsingar frá Vinnueftirlitinu: Vinnuvélaréttindi

 


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar